fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Bilanavaktin

Þá er vinnuvikan búin hjá mér og ég komin í helgarfrí. Það er fínt því það bilaði flest sem bilað gat í vinnunni. Loftræstikerfið fyrir innisundlaugina bilaði og loftslagið þar var mjög tælenskt óbærilega heitt og rakt og ekki hægt að kenna þar fyrir hádegi. Rafvirkinn var kallaður út og þessi elska hætti ekki fyrr en hann kom þessu í lag. Síðan bilaði nuddpotturinn. Það var þannig að þegar nuddið var sett í gang, þá hvarf vatnið úr pottinum og gaus upp fyrir utan pottinn. Hreppararnir voru kallaðir til og mættu þrír galvaskir til að skoða ósköpin. (það dugði ekki færri) Þeir voru búnir að rífa upp hellurnar af stóru svæði og grafa djúpa holu og virtust hafa fundið eitthvað athugavert þegar ég fór af vaktinni. Annars var allt með kyrrum kjörum eins og venjulega. Ég er hálfslöpp, veit ekki hvað veldur en ætla að leggja mig smástund og mæta svo aftur í Íþróttahúsið á leik Snæfells og Grindavíkur til að hvetja mína menn. Leyfi ykkur að fregna úrslit leiksins seinna í kvöld. Until then........