Ég fór í ræktina og í sund í gær og var þá hálf lasin. Ég held svei mér þá að ég hafi náð að hrista af mér lasleikan og allavegana leið mér miklu betur þegar ég var búin af öllu þessu. Það er víst betra að vera í fullu fjöri næstu vikurnar því það verður mikil vinna á okkur það vantar alltaf fólk. Nú er ein hætt í fjórða eða fimmta sinn síðan í vetur og mér skilst að hún komi ekki aftur í þetta sinn. Ég verð að segja að ég er nú bara hálf fegin því. Þetta var ekki orðið hægt gagnvart öðrum sem vinna þarna.
Ég ætla samt að fara í bæinn með Friðrik á föstudaginn og kaupa mér nýja sundbol því sá gamli er alveg að detta sundur og það væri nú hálf neyðarlegt ef það gerðist á meðan ég væri að synda. En hvar ætli ég fái fallegan sundbol annar staðar en í Útilífi? Ábendingar vel þegnar.
Aumingja Danir, þeir fóru aldeilis flatt á húmor sínum sem er nú alltaf góður. Alla vega fíla ég skensið hjá þeim. En það er víst betra að vita hverjir kunna að taka gríni, því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þá. Og ekki er lengur örugt fyrir danska þegna fyrir að heimsækja eða búa í þessum löndum. Ég segi enn og aftur, þetta er bilað fólk og ég vona bara að við lendum ekki í vændræðum með það seinna. Sjáið þið ekki það fyrir ykkur hvað hefði gerst þegar landhelgisdeilan stóð sem hæst ef Bretar hefðu brennt fána okkar og hótað að drepa þá íslendinga sem þeir næðu í ?