Nú er helgin af baki og fólk búið að fara á skemmtun ársins. Mér skilst að þetta hafi verið að vanda afar skemmtilegt og mikið fjör. Fólk var í sínu fínasta pússi og dansaði fram á rauða nótt. Hjá mér var mikið fjör líka en bara öðruvísi. Ég man ekki eftir svona örtröð af fólki í sundlauginni síðan í sumar. Hér eiga margir sumarhús og greinilega voru þeir velflestir mættir á staðinn og allir fóru í sund. Stykkishólmsbær styður Latabæjarverkefnið með því að bjóða öllum grunnskólabörnum frítt í sund og nýttu börnin sér það í ríkum mæli. Frábært framtak og mættu fleiri bæjarfélög taka sér þetta til fyrirmyndar.Veðrið var eins og á sumardegi, 8 stiga hiti og sól með köflum (hafið þið séð köflótta sól?) Birta og Friðrik voru jafn róleg og góð og venjulega og ekkert fyrir þeim haft.
Í dag á ég frí og ætlaði að fara í bæinn í morgun og koma heim á miðvikudag beint í vinnuna en ekkert varð úr því þar sem ég næaði mér í hálsbólgu og hausverk og hitaslæðing. Frekar fúlt. En svei mér þá ég er bara hreinlega að hugsa um að skella mér í ræktina seinnipartinn og athuga hvort ég hressist ekki. Mér líður þannig að ég held að mér geti ekki annað en batnað!!