föstudagur, febrúar 03, 2006
Þorraþræll
Á morgun ætla Hólmarar að blóta Þorra ! ! Hið árlega þorrablót okkar verður haldið á morgun og er vel til þess vandað að venju. Ómæld vinna hefur verið lögð í heimatilbúin skemmtiatriði þar sem gert er góðlátlegt grín að mönnum og málefnum og passað vel að meiða engan. Ég hef ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að komast á þessa margfrægu skemmtun og þar sem maðurinn er á bakvakt þá nenni ég ekki ein. Enda er vinnuhelgi hjá mér. Ég ætla að passa Friðrik Örn og Birtu (ég bauðst til þess) og við ætlum að panta okkur pizzu og gera eitthvað skemmtilegt. Ég er að hugsa um að kaupa fullt af nammi, enda nammidagur hjá flestum börnum á laugardögum og auðvitað nýt ég góðs af því. Þar er tilvalið að verðlauna sig fyrir dugnaðinn í ræktinni og borða nammi og eyðileggja þar með árangurinn sem hafði náðst með öllu puðinu. Góða helgi.