þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Þótt hann rigni, þótt hann digni...
Á þessum drottins degi rignir hér eldi og brennisteini og hitastigið er ótrúlegt. Það er 10 stiga hiti eins og er. Ég held að veðurfarið hljóti að hafa farið eitthvað farið árstíðavilt, þetta veðurfar á að vera snemma á vorin en ekki um miðjan vetur.Nema vorið sé svona snemma á ferðinni en ég hef nú ekki trú á því. Ég fór í blóðprufur í morgun, það á víst að athuga hvort allt sé eins og það á að vera því þessi slappleiki og ónot sem hafa hrjáð mig eru ekki beint spennandi. Ekkert hefur fundist nema að blóðþrýstingurinn er allt og hár og er ég að fara á lyf út af því. Verð líka að fá mér mælir og mæla blóðþrýstinginn tvisvar á dag. Kannski er blóðþrýstingurinn þetta hár vegna komandi kosninga því óneitanlega kominn kosningahugur í mig. Ég fór reyndar ekki á fundinn hjá Sjálfstæðismönnum og óháðum en hann var haldinn í gærkvöldi. Var hann vel sóttur og þar var birtur framboðslisti til bæjarstjórnar og er ég virkilega ánægð með hann. Allir sem eru á honum eru virkilega hæfir einstaklingar og hlakka ég til að fá að leggja þeim lið í kosningabaráttunni. Það verður mikil vinna hjá þessu fólki sérstaklega vegna þess að þrír af núverandi bæjarfulltrúum gefa ekki kost á sér lengur. En svona gengur þetta í stjórnmálunum, það verða alltaf mannaskipti endrum og sinnum. Nýjir vendir sópa best segir máltækið og veit ég að “listafólkið” okkar lætur ekki sitt eftir liggja. Það eru jú alltaf sömu áherslurnar hjá öllum flokkum í svona litlu bæjarfélagi og er þetta frekar kosning um menn frekar en málefni. Ég trúi því að minn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, sé með bestu mennina og vil ég veg hans sem mestan.