Bolludagur er mánudagur á tímabilinu 2. febrúar og 8. mars, þ.e 7 vikur fyrir páska. Langafasta byrjar á miðvikudegi og algengt var að menn borðuðu ekki kjöt síðustu tvo dagana fyrir lönguföstu til þess að venja sig að léttu mataræði. Í þjóðveldislögum var það meira að segja bannað að borða kjöt þessa síðustu tvo daga fyrir föstuna. Bolluát og flengingar bárust til Íslands seint á 19. öld. Siðurinn að vekja fólk með flengingu er kominn hingað til lands frá Danmörku. Hann á sér líklega kaþólska fyrirmynd í táknrænum hirtingum á öskudag. En vöndurinn minnir líka á stökkul sem notaður var til að dreifa vígðu vatni á söfnuði í föstubyrjun. Flengingar og bolluát bárust til Íslands á 19. öld og virðast danskir og norskir bakarar hafa átt hlut að máli. Bolludagur er hins vegar talið vera íslenskt heiti á deginum. Siðurinn að slá köttinn úr tunnunni en enn í heiðrum hafður sumstaðar, ásamt fjöldagöngum barna í grímubúningum.
fasta: Í kaþólskum sið var ákveðinn tími ársins ekki leyft að borða kjöt. Það var kölluð fasta.
langafasta: Fyrir páska mátti ekki borða kjöt í 7 vikur, þessi tími var kallaður langa fasta vegna þess hversu langur tími þetta var.