Þá er kominn sunnudagur 26. febrúar. Í dag á hún Kristín Ýr mín afmæli, er 32 ára í dag. Mér finnst ekki svo langt síðan hún var lítil trítla sem var frekar uppátækjasöm en alltaf voða góður krakki. En það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og nú á hún sjálf tvö börn og býr í Mosfellsbænum með uppáhalds tengdasyni mínum honum Jónasi Bjarna. Kristín Ýr til hamingju með daginn.
Ég fór í bakaríið fyrir níu í morgun og keypti bollur í tilefni af bolludeginum sem er á morgun. Ég er löngu hætt að baka bollur, ég hef ekki gert það síðan ég skildi fyrir 10 árum. Best er að kaupa þær og styrkja bakaríið í leiðinni. Síðan horfði ég á 50 km skíðagöngu karla sem er lokagrein vetrarólynpíuleikanna í skíðagreinunum. Það var mjög spennandi og ótrúlegt að eftir tæplega 50 km gátu keppendur sekið til fótanna (skíðanna) og hreinlega hlaupið á skíðunum í mark. Þvílík þrekraun!!
Í gærkvöldi var vörutalning í Bónus og er það fjáröflun fyrir okkur Lionskonur í Stykkishólmi. Ég taldi frá klukkan 19 til 22 og þá fór ég heim. Er að hugsa um að skella mér í sund á eftir í góða veðrinu og svo er vinna á morgun að vanda.....