Þá er kominn mánudagur og þetta yndislega helgarfrí á enda. Matarboðið hjá þeim Hemma, Gunna og Friðrik tókst með miklum ágætum, maturinn var mjög góður og þeir sýndu óvænta og skemmtilega takta sem ég átti allavega ekki von á. Rauðvínið var mjög gott og passaði vel með villibráðinni og síðan var setið og spjallað yfir kaffi og koniaci á meðan Hermann sýndi okkur sligdes-myndir úr Hólminum. Flestar vorun þær teknar fyrir um 35- 40 árum og var ótrúlegt að sjá hve mikið bærinn hefur breyst á þessum tíma. Margar þessar myndir eru sögulegar og ættu heima á safni. Við komum ekki heim fyrr en um þrjú leytið um nóttina og er búið að ákveða að endurtaka leikinn að ári á Sundabakkanum. Ég ætlaði að setja inn myndir af veislunni en myndavélin mín hafði eitthvað afstillst og myndirnar er ekki góðar en við sjáum nú til kannski fæ ég sendar myndir frá Bibbu og þá get ég skellt inn sýnishorni fyrir ykkur.
Sunnudagurinn fór bara í ekki neitt, ég var þreytt og sifjuð og nennti ekki að hreyfa mig, var ekki orðin góð af hálsbólgunni en nú held ég að ég sé öll að hressast. Drífa kom í heimsókn og fór aftur í gær, frekar stutt stopp hjá henni. En nú ætla ég að fara að græja min í vinnuna mína.....