föstudagur, febrúar 17, 2006

Annir á Þorra

Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki mátt vera að því að blogga. Ég hef verið að vinna tvöfalt og er það alveg hægt dag og dag en mikið verður maður þreyttur. Mér skilst að við fáum inn nýjan starfsmann eftir mánaðarmótin, hún Sara Sædal ætlar að byrja hjá okkur. Hún er fín stelpa, skemmtileg og dugleg og krakkarnir þekkja hana vel og bera virðingu fyrir henni því hún er að þjálfa körfu og frjálsar íþróttir hjá nokkrum flokkum. Þá vonandi verður ástandið í íþróttahúsinu eðlilegt aftur.

Það var svo hryllilega kalt og hvasst í gær og fyrrakvöld að útilauginn kólnaði niður og í gær var hún komin niður í tæp 23 stig.(Á að vera 29-30) Hólmarar eru mikil hreystimenni, því bæði börn og fullorðnir létu sig hafa það og fóru í sund með það að leiðarljósi að það sem ekki dræpi mann, herti mann. Ég get samt sagt ykkur það í trúnaði að enginn stoppaði lengi og enginn þeirra dó.

Á sunnudaginn brestur á einn “blómabúðardagurinn” enn. Fyrir mína parta finnst mér ákaflega gaman af því að fá gjafir frá þeim sem mér þykir vænt um en ég legg samt til að við höldum okkur við okkar íslensku daga, s.s. bóndadag og konudag og sleppun Valentinusardeginum. Við þurfum ekki að apa allt eftir öðrum.

Það er greinilegt að tekið er að líða að kostningum. Maður sér fólk funda á hinum ýmsu stöðum jafnvel í íþróttahúsinu því kennararnir sumir hverjir eru greinilega pólutískt þenkjandi og jafnvel “listamenn”.Búið er að auglýsa fundi hjá Sjálfstæðismönnum og óháðum og einnig hjá hinni samsuðunni sem soðin var saman til þess að reyna að fella sjálfstæðismenn. Ég hef nú ekki trú á því að þeir hafi erindi sem erfiði en vaður veit samt aldrei. Það er samt spennaandi að vita hvaða fólk velst á listana og ég vona bara að mínir menn og konur “rústi þessu” eins og börnin segja.

Elsku stelpan hún Dóra Lind var að klukka mig og þó að Drífa hafi gert það í haust verð ég víst að reyna. Hér kemur æfiágripið ásamt fleiru.

     Fjögur störf sem ég hef unnið um æfina:
     
  • Skrifstofustjóri og ritari á fasteignasölu

  • Ritari hjá lögfræðing SÍT

  • Kokkur á flóabátnum Baldri

  • Sundlaugarvarsla

Fjórir staðir sem ég hef búið á um æfina:

  • Akranes

  • Grundarfjörður

  • Reykjavík

  • Stykkishólmur

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

  • Silent of the lamb

  • Zorro

  • Run away bride

  • The things about Mary

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

  • Law and order

  • Sjálfstætt fólk

  • Gray’s Anatomi

  • Bráðavaktin

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

  • mbl.is

  • stykkisholmur.is

  • bi.is

  • leit.is

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  • USA (mörgum sinnum)

  • Danmörk

  • Austurríki

  • Spánn, og mörg mörg fleiri

Fjögur matarkyns sem ég held upp á:

  • Fiskur í allavegana tilbrigðum

  • Lambakjörið okkar góða

  • grænmetissallat með fetaosti og fleira góðgæti

  • Sigin grásleppa

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vilja vera á núna:

  • Á Florida í sólinni

  • Á Ítalíu á Olynpíuleikunum

  • Í Danmörku+

  • Í Wínarborg hjá Andreu vinkonu

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

  • Því miður er búið að klukka alla bloggara sem ég þekki.

Takk fyrir mig og mína..