föstudagur, febrúar 17, 2006
Fráhvarfseinkenni
Mikið vildi ég að ég væri að fara í bæinn yfir helgina!! Það er afmælisveisla hjá Andra Frey, hann er sjö ára í dag. Hugsa sér hvað tíminn flýgur áfram, mér finnst eins og það hafi verið í gær sem hann var með bleyju, tja eða kannski í fyrradag. En það verður afmælisveisla hjá Kristínu Ýr og hún gerir heimsins bestu kökur og smárétti, mammi mamm. En svona er lífið stundum, ég verð í þess stað að mæta og sinna gestum íþróttamiðstöðvarinnar þar sem það er nú einu sinni vinnan mín. En Ég hlakka til að koma til Reykjavíkur í byrjun mars, hef ekki komið í tvo mánuði og er eiginlega komin með frákvarfseinkenni. Væri alveg til í smá djamm og skoða skemmtistaðina.......