miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Smá vandamál við myndbirtingu
Halló elskurnar mínar, nú er ég komin heim í Stykkishólm. Fríið mitt loks búið og nú tekur alvara lífsins við. Ég keyrði snemma í morgun vestur í fljúgandi hálku, alveg með hjartað í buxunum en það gekk samt alveg ljómandi vel. Svo fer ég að vinna kl. 15.00 og verð að vinna alla helgina nema ekki á laugardaginn. Ég ætla að fara eina ferð sem kokkur með Baldri, það bráðvantaði kokk og ég sló til. Það verður bara gaman því það er orðið langt síðan ég fór síðast sem kokkur. Vonandi verð ég ekki sjóveik, var reyndar aldrei sjóveik en maður veit aldrei hvað gerist en veðrið verður ekki gott. Það urðu smá mistök við myndbirtinguna af dönsku barnabörnunum hjá mér þið verðið að fyrirgefa mér það. Er ekki alveg búin að læra að gera þetta rétt en bráðum kemur Drífa vestur og þá ræðst ég á hana og læt hana kenna mér að gera þetta rétt. En nú verð ég að hlaupa........ vinnan bíður