mánudagur, nóvember 14, 2005
Allt tekur enda..., líka fríið í Danmörku
Þá er kominn mánudagur og ég fer heim á morgun. Tíminn hefur eiginlega flogið áfram. Við fórum í tveggja tíma gönguferð í gær í góðu veðri en það er samt að kólna hér smám saman. Danir eru greinilega ekki eins snemma á ferðinni með jólaskeytingarnar eins og Íslendingar en samt er aðeins byrjað að skreyta hér í búðum og eins úti á göngugötunum en þeir kveikja ekki á ljósaskreytingunum fyrr en eftir tvær vikur eða svo. Reyndar oppnuðu þeir jólalandið í Århus og Tivoli í Køben á föstudaginn og fólk er greinilega farið að kaupa jólagjafirnar. Það verður jólasemming hjá okkur í kvöld, við ætlum að elda ekta danska jólaönd og svo fer ég bara heim á þriðjudagsmorgun. Hlakka samt til að koma heim til Friðriks míns. Meira seinna, litla barnið er vaknað..........