laugardagur, nóvember 12, 2005

Halloween Afmæli

Hér var mikið fjör í allan dag, 12 skvísur bæði íslenskar og danskar mættu uppdressaðar í Halloweenbúningum í afmælisparty Elísu kl.12 á hádegi. Borðaður þessi fíni réttur a la Sverrir hakk og spagettí og súkkulaðikaka á eftir. Elísa var búin að skreyta húsi í anda Hrekkjavökunnar með kóngulóarvef og graskerjum og draugum og þetta varð hin skemmtilegasta veisla. Það sem ég var hrifnust af var hvað dönsku börnin eru stundvís. það var komið á mínótunni 12 og síðan voru þau sótt á mínótunni hálf 3 en þá var afmælið búið. Lovísa er algjört skott og getur aldrei verið kyrr en hún er ósköp góð en prinsinn er algjört draumabarn, drekkur og sefur þess á milli. Það var komin tími til að Sigga og Sverrir fengju rólegt og vært ungabarn. Læt þetta duga í bili ........