fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Komin til Danmerkur
Þá er ég kominn til Danmerkur og þetta fallega land heilsaði með yndislega fallegu veðri, sól og blíðu og 14 stiga hita. Hrafnhildur vinkona hitti mig á Kastrup og við eyddum deginum saman þangað til ég þurfti að taka lestina til Horsens um hálf sex leytið. Var komin til Horsens kl. 20:30 og tóku Sverrir og Elísa á móti mér á lestarstöðinni. Þegar við komum heim var Lovísa litla sofnuð en Victor Máni í fullu fjöri. Hann er algjör dúlla og líkur báðum systrum sínum og þó ekki. Síðan var farið að hvíla sig enda dagurinn búinn að vera langur hjá mér. Við Sigga tókum það bara rólega i dag, fórum í Bilka til að kaupa það sem Siggu vantaði til undirbúnings fyrir afmælið hennar Elísu sem er á laugardaginn, hún verður sem sagt níu ára. Sem sagt yndisleg að vera hér í rólegheitum og "hygge sig" ved julestemning. På gensyn mine venner.