
SKAMMDEGIÐ
Mikið er allt dimmt og drungalegt þessa dagana, það birtir varla allan daginn og myrkrið er skollið á aftur rúmlega fjögur á daginn. Bæjarstarfsmennirnir ( þeir í áhaldahúsinu) hafa verið duglegir við að setja upp ljósaskreytingar á ljósastaurana því á sunnudaginn er fyrsti sunnudagur í aðventu. Það er sem sagt bráðum að koma jól ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. Við þurfum bráðum að fara að huga að jólaskreytingum í sundlauginni þó svo að við bæjarstarfsmenn erum svo vel haldin af launum okkar að við þurfum ekki þessa 26.000,- kr. eingreiðslu sem láglaunastéttirnar eiga að fá nú í desember. Verst er að þessi miklu laun hafa ekki skilað sér í mitt launaumslag en kannski kemur jólasveinninn "eitthvað gott í skóinn" til okkar hálaunuðu bæjarstarfsmannanna................