mánudagur, nóvember 28, 2005
Legið í leti
Er ekki bara í lagi að vera löt núna þegar svona dimmt og drungalegt úti? Ég nenni hreinlega ekki að byrja á að baka eða skreyta fyrir jólinn, vil bara kveikja á kertum með jólailmi og kúra í sófanum yfir einhverju innihaldslausu sjónvarpsefni. Veit ekki afhverju ég er svona löt, kem heim út vinnunni og geri svo ekki meira en að fara í bað og svo að sofa í hausinn á mér. Ekki skemmtilegur félagsskapur það. Dóra Lind mín kom í heimsókn í gær og ætlar að fara aftur á morgun. Ekki langt stopp hjá henni enda er hún á kafi í próflestri. Við ætlum þó að skreppa í sund á eftir og athuga hvort við hressumst ekki báðar. Við sáum reyndar Snæfell vinna Keflavík stórt í gærkvöldi, það var alveg frábært. ÁFRAM SNÆFELL