sunnudagur, nóvember 20, 2005

Ferjan Baldur

Það er nú dálítið gaman að segja frá því að í gær fór ég sem kokkur á ferjunni Baldri. Ég hef ekki látið til leiðast til að gera það eftir að ég hætti þar haustið 2003 þótt ég hafi oft verið beðin, en í þetta skipti gat ég ekki fengið af mér að neita. Hella (það er kokkurinn) þurfti að fá frí og ég var í fríi frá sundlauginni í gær. Hú var að fara á árshátíð með vinnu mannsins síns, og átti að gista á hóteli, fara á Nínu og Geira, (söngbók Björgvins Halldórssonar) og borða góðan mat. En það er skemmst frá því að segja að ég komst í gegn um daginn með naumindum. Ég var búin að gleyma hve erfitt þetta getur verið og þar að auki var ég bara ein. En þetta var samt gaman, gaf skipshöfninni saltfisk (alltaf saltfiskur á laugardögum hjá sjómönnum) seldi afganginn til farþeganna eða steikti fyrir þá samlokur og hamborgara. Síðan lét ég mig hafa að baka gersnúða og voru þeir ánægðir með það. Veðrið var mjög gott, sunnan gola og báturinn hreifðist varla en það er samt alltaf eitthvað um að fólk verði sjóveikt. Ég hef sem betur fer aldrei verið sjóveik og ég held að það gangi illa ef fólk vinnur á sjó. Samgönguráðherra bauð til heljarmikillar veislu á hótelinu hér í Hólminum í gær og bauð öllum bæjarbúun. Ég nennti ekki að fara, Friðrik langaði ekki og eg var þreytt eftir sjómennskuna. Drífa er búin að vera hjá okkur um helgina, gaman að fá hana loksins heim efitt alla þessa útiveru. Hún er allta jafn sæt og góð. Dóra ætlaði að passa fyrir systur síns í gærkvöldi og ég vona að það hafi gengið vel...........