Jæja nú er komið að því að taka sumarfrí.., á eftir helmingin af fríinu mínu og er að fara til borgar homma og lespía með Friðrik sem sagt San Francisco. Alveg síðan Woodstock var haldin hefur mig langað þangað og séð í hillingum hippa og blómabörn, er af þeirri kynslóðinni. Ég er ákveðin í að sjá allt markvert og skemmta mér undir drep. Ég skoða nú ráðstefnuna hans Friðriks lauslega og svo ætlum við bara að hafa það gott.
Annars hafa síðustu dagar hér í Hólminum verið mjög fallegir. Haustlitir út um allt og veðrið hefur verið frábært, sól og logn. Við fengum sem sagt smá framlengingu á sumarið sem var hundleiðinlegt bæði kalt og vindasamt og blautt.