Þessir dagar eru búnir að vera erfiðir mér og öllum í fjölskyldunni. Elsku mamma mín dó á mánudaginn var eftir strangt og erfitt stríð við veikindi sín sem reyndust þegar upp var staðið krabbamein í grindarholi og hafði læðst með lævísum hætti að henni. Þetta uppgvötaðist ekki fyrr en tveim vikum áður en hún deyr og hafði hún verið afar kvalin en það var eins og kvartanir hennar næðu ekki eyrum fólksins sem vann á hæðinni hennar og var henni samt afar gott. Það er svo algengt að flokka kvartanir gamals fólks undir skort á athygli eða þunglyndi og finnst mér að fólk almennt ætti að hlusta betur og athuga´síðan hlutina í framhaldi af því. Fólk af hennar kynslóð kvartar ekki nema eitthvað mikið sé að en yngri kynnslóðir kvarta aftur á móti kannski of mikið yfir öllu mögulegu og samt höfum við allt til alls einmitt vegna þess að hennar kynslóð lagði grunninn að velmegun okkar.
En hún er laus frá þjáningum sínum og er farin til betri heimkynna þar sem áður horfnir ástvinir hennar hafa án efa beðið eftir henni og umvefja hana kærleika og ást. Guð geymi þig mamma mín.