fimmtudagur, október 26, 2006

Út og suður, aðallega norður, hahaha

Jæja elskurnar mínar, þá loksins gef ég mér tíma til að setjast miður og blogga örlítið. Ég hef hreinlega ekki mátt vera að því síðan ég kom úr Mosfellsbænum. Hjónin skiluðu sér þarna um nóttina og gáfu mér bæði Ilmvatn og bodylotion frá Versage og varalit í þakklætisskyni fyrir passið. Reyndar skilaði ég börnunum af mér báðum hálflösnum, Sunneva var komin með eyrnabólgu og Andri minn fékk svona ofnæmi fyrir penicilininu sem hann var að taka.

Ég fór beint í vinnu þegar ég kom heim og hef ekki gert annað en að vinna og fara í einkaþjálfun kl. 5:30 á morgnana og mætt þess á milli til að brenna. Það gengur samt hægt að létta sig en ég finn að ég styrkist óðum.

Í gær átti ég morgunvakt og sótti svo Birtu skottu á leikskólann. Passaði hana til átta um kvöldið og fór á fund hjá Emblunum því Magndís hafði verið svo væn að bjóða mér með. Þetta reyndis vera mjög skemmtilegtur fundur og kynntist ég nýrri hlið á konum hér og þær komu virkilega á óvart. Ég held að starfsemi Emblanna höfði frekar til mín en Lionsstarfið og ég ætla að segja mig úr Lionsklúbbnum og íhuga að ganga í Emblurnar eftir það. Sem sagt gaman gaman hjá mér.

Ég má til að koma inn á hvalveiðar Íslendinga sem útlendingar eru að trompast yfir. Ég var að vinna í Botnskálanum þegar ég var unglingur og hef margoft séð hval skorinn. Ég var þeirri stund fegnust þegar brækju- og ýldulyktin hvarf úr hvalstöðinni á sínum tíma. Ég held að þótt við veiðum eitthvað af hval þá verður það aldrei í sama mæli og áður fyrr. Heil kynslóð fólks hefur aldrei smakkað hvalkjöt og hvað mig varðar þá get ég ekki sagt að ég hafi áhuga á að borða hann. Mun alls ekki kaupa hann og matreiða fyrir mig og mína en færi ferkar til Summa á Fimm fiskum og borðaði Shusi Hval, hann er ætur svoleiðis og bara nokkur góður. Until later my friends