mánudagur, júní 05, 2006

Hvítasunna 2006





Ég var í mjög notalegu fríi yfir Hvítasunnuhelgina alveg frá kl. 15:00 á fimmtudegi til kl. 15:00 á mánudegi, sem sagt á að fara í vinnu í dag. Friðrik og félagar hans fóru út í Hvallátur á föstudagshvöldinu um átta leytið og planið var að ég færi líka en það breyttist því Dóra Lind vildi ekki koma með mér svo við vorum bara heima í rólegheiturm. Ég lenti samt í smá ævintýri á bryggjunni, því hluti að því sem átti að fara með út í Látur hafði farið á Baldursbryggjuna farið var með Særúnu sem var við litlu bryggjuna. Þetta voru tvö bretti af ungafóðri og annað brettið var gjörsamlega í heinglum, plastið rifið og áburðarpokarnir lausir á brettinu. Það var enginn með lyftarapróf af þessum karlmönnum og þeir gátu fengið hafnarlyftaran ef þeir hefðu próf. Ég hafði einhverntíman misst það út úr mér við Friðrik að ég væri með lyftarapróf svo að hann kallaði á mig og sagði að ég yrði að bjarga þeim. Ég sagði sem satt var að ég hefði ekki stigið um borð í lyftara í 10 ár en mér voru engin grið gefin, og mín kona, í kvartbuxum, nælonsokkum og háhæluðum skóm, lét sig hafa það og sótti fjárans brettin. Varð að fara tvær ferðir og mér til undrunar hafði ég engu gleymt. Álversfílingurinn rifjaðist upp fyrir mér og ég hafði gaman af öllu saman þegar upp var staðið. Svo komu Kristín Ýr, Jónas Bjarni og krakkarnir á laugardeginum og stoppuðu eina nótt.

Þetta er hún Sunneva skotta . Er hún ekki falleg og fín stelpa?

Þarna eru þau systkynin í Coke- auglýsingu hjá ömmu sinni

Og hjónin fallegu Jónas og Kristín Ýr


Við Dóra Lind fórum svo að heimsækja Rúnar stórsmið á Hellisandi í gær og það var bara mjög skemmtileg að sjá hve húsi hjá Írisi og Dóra gengur vel. Verður þetta mjög flott og skemmtilega innréttað hús og ég hlakka til að sjá það verða tilbúið. Rúnar er mjög ánægður á Hellisandi og hef ég sjaldan séð hann líta eins vel út. Posted by Picasa