fimmtudagur, júní 01, 2006
Eyjalífið að byrja
Þessi mynd er tekin í fyrra sumar á leið út í Bjarneyjar. Mátti til með að skella henni á bloggið því nú er eyjavertíðin að byrja. Það er skemmtilegasti en erfiðasti tími ársins. Friðrik fer í Hvallátur á föstudaginn og verður næstu þrjár vikurnar. Ég vona að ég geti komist til hans eitthvað áður en hann kemur heim en er nú ekki bjartsýn á það. En vonandi hefst það . Er að fara á morgunvakt, og svo er ég komin í frí fram á mánudag. Dóra Lind ætlar að koma og við ætlum að hafa það reglulega notalegt saman yfir hvítasunnuna.