Á Jónsmessunni náði Jón Örn þeim stóra áfanga í lífi sínu að útskrifast úr læknadeild Háskóla Íslands með láði. Hann vildi engin veisluhöld í tilefni dagsins svo það ákveðið að fara með hann á besta veitingarstað á Nesinu, Narfeyrarstofu. Hann var ánægður með það og kvöldið var einstaklega vel heppnað. Allar systur hans mættu nema Arna sem var með björgunarsveitinni í Hafnarfirði á Langasjó.
Ég var hálfþreytt, því ég fór beint úr vinnunni úr að borða
Þetta er Gerða næstelsta dóttir Friðriks og sonur hennar hann Seimur, algjör grallaraspói.
Og þetta er Sindri, maður Gerðu og Erla, sem er elst af þeim systkynunum. Kvöldið var mjög vel heppnað í alla staði og mér fannst erfitt að vakna í vinnuna daginn eftir.a