föstudagur, febrúar 10, 2006

Pestarfár

Æi hvað mér líður illa, oj bara, því ég ætlaði að fara með Friðrik í bæinn, hann er að fara á ráðstefnu í dag og boðið upp á hótelgistingu eina nótt. Ég átti reyndar bara það erindi að kaupa mér sundbol og hitta börnin mín og heimsækja Guðrúnu systur og fjölskyldu. Í staðin ligg ég bara bakk með hálsbólgu og hita og magapest að auki. Nú gildir lögmálið ekki lengur um að “allt sem fer upp, fari aftur niður”, heldur allt sem fer inn fyrir mínar varir dvelur þar ekki lengi, heldur kemur niður.

Ég vona bara að ég nái þessu úr mér og verði hress annað kvöld á villibráðarkvöldinu okkar. Það var haldinn undirbúningsfundur hjá karlpeningnum í gærkvöldi og þeir ætla að mæta kl. 18:00 og byrja að elda. Við eigum að koma klukkutíma seinna og mæta þá uppábúnar í matinn. Ég ætla að taka myndavélina með og mun deila með ykkur myndum af herlegheitunum eftir helgina. Svo finnst mér tilvalið að koma þeim á óvart með blómum og konfekti fyrir hugulsemina.