Jæja, nú á sko að taka af sér aukakílóin sem hafa laumast utan á mig síðan eg hætti að reykja fyrir 15 mánuðum síðan. Ég byrjaði sem sagt með Gerði og Guðlaugu í einkaþjálfun hjá Róbert Jörgensen jr. í morgun. Mætum þrisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 5:30 að morgni og á laugardögum kl. 8:30. Ég verð að játa það að ég var varla vöknuð þegar ég var farin að hita upp á bévítans þrekstiganum og komin á fullt í æfingar. Þetta er mjög skemmtileg, og ennþá meira gaman að við skulum vera þrjár. Hann skiptir okkur upp (ja eða niður) á þrjár stöðvar þannig að við þurfum aldrei að bíða eftir að ein okkar klári æfingarnar sínar. Fyrsti tíminn að baki og svo fór ég og synti á eftir. Ég var reyndar svo dösuð og uppgefin að ég lagði mig aftur rúmlega 10 í morgun og svaf til eitt eftir hádegi. Svo er nú bara að vona að þetta gefi þann árangur sem ég vil, sem sagt fækka kílóunum. Ég vil ekki byggja um einhverja vöðva, hef nóg af þeim en þarf bara að brenna utan af þeim fitunni. Ég er svo hress eftir allt þetta að ég ætla að draga Friðrik með mér í stutta göngu á eftir því veðrið er yndislegt, 9 stiga hiti og logn. Hugsið ykkur það er logn hér í Hólminum og það gerist nú ekki mjög oft.
Nú er Sigga tengdadóttir mín stödd á Íslandi í þrjá daga því hún er í námi sem hún þarf að koma heim þrisvar á önn en hún býr í Danmörku. Ég lét Jón Örn taka jólagjafirnar með sér suður til Reykjavíkur og fara með þær til Kristínar þangað sem Sigga ætlaði svo að sækja þær. Sem sagt, aðeins að byrja að finna fyrir jólastemmingu og er að hugsa um að byrja eftir mánaðarmót að baka smákökur. Það er sko ekki ráð nema í tíma sé talað.
Dóra Lind er að fara í skíðaferð til Sell am See með skólanum sínum í Árósum á morgun og verður í viku. Hún er mjög ánægð með dvölina í Danmörku og er að hugsa um að framlengja til vors. Verð að viðurkenna að ég gæti vel hugsað mér að vera í hennar sporum og skil svo vel svona útþrá. Einnig þroskar þetta einstaklinginn verulega og þar sem hún ætlar svo að daka dönsku sem aðal kennslufag í KH'I er þetta bara hið besta mál. góða ferð Dóra mín og farðu nú varlega í Strohrommið og kakóið.....