Á fimmtudaginn er komin vika síðan ég byrjaði aftur í ræktinni og þetta er meiriháttar gaman því félagsskapurinn er svo góður. Við erum sem sagt þrjár og þær eru svo fínar konurnar sem eru með mér og morgunhressar. Á laugardaginn vorum við að taka brjóst og bysip af miklum eldmóð undir járnaga og haukfránum augum þjálfarans. Já engin linkind sýnd og þegar við vorum að klára sagði þessi elska. “Jæja, þar sem þið eruð aðalnaglarnir (ekki amalegt finnst ykkur eða hvað?9 þá endið þið á því að taka þrjátíu armbeygjur” !!! Við fengum reyndar að taka tíu í hverri syrpu og þegar ég var búin að taka 25 svoleiðis (við vorum reyndar á hnjánum) þá hreinlega lyppaðist ég niður á brjóstkassan og gat mig ekki hreift. Ég var gjörsamlega lömuð í höndunum. Og það skal ég segja ykkur að það var fyrst í dag sem ég komst án hjálpar úr peysunni minni slíkar voru harðsperrurnar!! Svo mættum við hálf sex í morgun og ég synti 500 metra á eftir og var komin heim korter fyrir átta passlega til að vekja manninn í vinnuna. Síðan skreið ég undir sæng og sofnaði í tvo tíma. Æðislegt. Á fimmtudaginn mætum við aftur hálf sex og síðan keyri ég suður í Mosfellsbæ því ég ætla að passa barnabörnin fyrir Kristínu og Jónas á meðan þau skreppa í rómantískan julefraakost til Köben. Gaman ekki satt.
En svona í lokin aðallega fyrir hana Lindu mína. Hvað haldið þið að ég ætli að fara að gera um mánaðarmótin? þið megið giska en ég segi ykkur það á föstudaginn.Har dit bra mine elskelige